Spurt og svarað

19. október 2007

Eru fósturlát arfgeng?

Ég vil byrja á að þakka fyrir frábæran vef og frábær svör. Hingað er alltaf gott að koma ef einhverjar spurningar brenna í kollinum á manni. En ég hef eiginlega 2 spurningar.

Sú fyrri er sú, að ég hef verið að velta fyrir mér hvort að fósturlát sé arfgengt? Ég geng núna með mitt fyrsta barn og er ekki komin nema 6 vikur á leið, en ég hugsa svo mikið útí þetta. Bæði mamma mín, 2 systur hennar og amma hafa allar gengið í gegnum fósturlát á sínum tíma, en aldrei á fyrstu meðgöngu.

Sú seinni er með hægðatregðuna sem fylgir oft meðgöngu. Hefur það einhver slæm áhrif ef maður í rauninni „rembist“ of mikið? Mér líður svo kjánalega að spyrja um þetta en ég er bara þessi týpa sem hef áhyggjur af öllu.

Með fyrir fram þökk, Jenna.

 


 

Sæl og blessuð Jenna og takk fyrir að leita til okkar!

Það getur vel verið að fósturlát séu algengari í sumum ættum en öðrum en ég hef ekki heyrt að þau séu beinlínis arfgeng. Það er hins vegar algengt að konur missi einu sinni fóstur svo það er ekki ólíklegt að þú vitir af nokkrum konum í kringum þig sem hafa misst fóstur.

Þér er alveg óhætt að rembast þegar þú þarft að hafa hægðir en það eru til ýmsar leiðir til að halda hægðum mýkri þannig að þú þurfir síður að rembast.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. október 2007.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.