Eru til tölur um hvað fæðast mörg heilbrigð börn?

04.05.2008

Eru til tölur um hvað fæðast mörg heilbrigð börn?  Það er svo mikið einblínt á líkur á hinum ýmsu kvillum.  Ég hefði mjög gott af því að heyra jákvæðu hliðina.


Samkvæmt heimildum úr breskri bók fæðast um 5% barna með meðfædda galla eða frávik. Það getur vel verið að þessi tala sé enn lægri hér á landi. Orsakir eru oft óþekktar en þó eru nokkrir þættir sem vitað er að geta tengst þessu

Eins og þú sérð þá er oft hægt að finna ástæðu fyrir þessum göllum eða frávikum en stundum finnst engin ástæða. Stundum er orsökin sambland margra þátta.

Ég vona að þessar upplýsingar séu uppbyggilegar.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4. maí 2008.