Fæðingarstund

06.03.2015

Sæl verið þið.  Mig vantar að vita kl. hvað ég fæddist. Ég fæddist í Grindavík 25. mars 1971 hjá Rósu ljósmóður. Hún er dáin svo ég veit ekki hvert ég á að leita eftir þessum upplýsingum.

 
Komdu sæl, ja nú getur verið úr vöndu að ráða. Ef að Rósa hefur ekki látið móður þína hafa skýrsluna þá held ég að besta leiðin fyrir þig væri að komast að því hjá aðstandendum Rósu ljósmóður hvar pappírar hennar eru niðurkomnir. Sumar ljósmæður létu skýrslur sínar til héraðsskjalasafna. Gangi þér vel.
 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
6. mars 2015