Feitt krem á ungbörn

07.05.2008

Sælar og takk fyrir flottan vef sem hefur svarað öllum mínum spurningum fyrir og eftir meðgöngu.

Ég er með einn 8vikna snáða sem er með þurra húð í andliti. Varð svoleiðis eftir að hormónabólurnar hurfu. Ég keypti locobase í apóteki og hef verið að bera það á þurrksvæðin s.l. 2 vikur. Líkar betur við kremið heldur en ólífuolíu. Heyrði síðan frá húsmóður að maður mætti ekki nota svona feit krem fyrr en börnin væru eldri.

Er það rétt eða er mér óhætt að halda þessu áfram?

Með þökk,

Elín


Sæl Elín

Í ungbarnaverndinni er verið að ráðleggja feit krem eins og Locobase ef fólk vill ekki nota olíuna en vill gera eitthvað, svo þú ættir bara að halda þínu striki.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. maí 2008.