Spurt og svarað

08. september 2005

Fimm mánaða að sofna sjálfur

Sæl og takk fyrir góðan vef!

Sonur minn er fimm mánaða og frá fæðingu höfum við alltaf svæft hann í fanginu á kvöldin (ég gefið honum brjóst upp í rúmi) og svo tekur pabbi hans hann oftast og svæfir hann í fanginu). Á daginn ruggum við honum í svefn í vagninum. Mér fannst of snemmt þegar hann var 3 mánaða að venja hann við að sofna sjálfur, en núna finnst mér hann (eða kannski ég vera tilbúin) eða hvað? Við prófuðum þetta í gærkvöldi, gerðum eins og vanalega við fórum saman upp í rúm ég gaf honum að drekka liggjandi og svo ropaði hann og ég lagði hann niður breiddi yfir hann og bauð góða nótt og hann lék sér bara og þegar ég kom inn á kíkja á hann brosti hann og fannst þetta voða sniðugt og þegar hann var orðin pirraður þá byrjaði hann að láta heyra í sér ég fór inn og tók um höfuðið á honum og bauð aftur góða nótt og svo kom gráturinn þessi ógurlegi grátur.  Ég fór inn eftir 1 mínutu og hann huggaðist ekki fyrr en að  ég tók hann upp mér fannst þetta hræðilegt mér finnst eins og hann skilji ekki hvað sé að gerast  hann notar ekki snuð eða neitt til að hugga sig svo hann kann kannski ekki að slappa sjálfur af. Hversu lengi á þetta að ganga með að kenna þeim að sofna sjálf mér finnst þetta hræðilega erfitt og ég veit ekki hvenær nóg er nóg því þegar ég kom inn til að hugga hann án þess að taka hann upp varð hann bara enn sárari og grét og grét. Vonandi getur þú hjálpað mér eitthvað á þetta virkiega að vera svona erfitt?

..........................................


Komdu sæl!

Það er mjög einstaklingsbundið, hvað það tekur langan tíma að kenna barni að
sofna sjálfu en þetta er algengur aldur, þegar foreldrar eru tilbúnir að takast á við þetta verkefni. Hversu erfitt er líklega háð viðhorfi og gildismati hvers og eins og því, hvort fólk viti, hvernig á að taka á svona málum. Það hafa borist margar fyrirspurnir um svefn ungbarna og vil ég því benda þér á að fletta þeim upp hér á síðunni, undir liðnum spurt og svarað, þar sem hægt er að lesa eldri fyrirspurnir og einnig er hægt að lesa grein um Svefnvenjur í kassanum um sængurleguna.
Þau viðbrögð, sem drengurinn sýnir eru alveg eðlileg en það þarf að bregðast við þeim á viðeigandi hátt. Ef upplýsingarnar á síðunni gagnast ekki ættuð þið að leita til ungbarnaverndarinnar ykkar eða þeirra hjúkrunarfræðinga (Arna Skúladóttir og Ingibjörg Leifsdóttir), sem sinna svefnvandamálum barna á dagdeild Barnaspítala Hringsins.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
08.09.2005.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.