Spurt og svarað

19. september 2007

Fingursog

Sælar og takk fyrir frábæran vef, sem ég hef mikið skoðað.

Ég á litla stelpu sem er að verða 3 mánaða. Allt frá því hún var um 2 mánaða hefur hún sogið á sér þumalfingurinn. Ég hef ekki tekið hann frá henni þegar hún byrjar því hún notar hann til að róa sig og henni virðist finnast það svo notalegt. Ég hef reynt að á hverjum einasta degi að setja snudduna í staðinn en það er ekki að ganga upp. Er þetta mjög slæmt mál eða hvað?
Hvað segið þið?

Með fyrirfram þökk, Anna.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Ég ráðlegg þér að halda áfram að reyna að gefa stúlkunni þinni snuð, því það er mun auðveldara að venja börn af snuði heldur en af því að sjúga fingur. Bæði snuðnotkun og fingursog geta valdið bitskekkju, eins og krossbiti á jaxlasvæði, sem lýsir sér þannig að efri gómurinn er þrengri en sá neðri og/eða með bili á milli framtanna við samanbit jaxla.  Oftast ganga þessar breytingar sjálfkrafa til baka þegar snuðnotkun eða fingursogi er hætt fyrir þriggja ára aldur.

Ég vona að þetta svari spurningu þinni.  Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. september 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.