Spurt og svarað

11. desember 2006

A-vítamín magn í fjölvítamínum

Góðan daginn og takk fyrir góðan vef.

Mig langar að spyrja hvers vegna A-vítamín magn er svo mikið í öllum fjölvítamínum eða 100% ráðlagður dagskammtur, meira að segja þeim sem eru ætluð óléttum konum? Samt virðist vera frekar auðvelt að taka þetta upp úr mat og meira segja viss matur á algjörum bannlista fyrir bumbubínur, eins og t.d. lifur og lifrarkæfa. Maður hefur heyrt að það sé óhollt í miklu magni fyrir fóstur og hætta á A-vítamín eitrun, sem ég veit ekki alveg hvernig getur lýst sér. Kannski þú gætir sagt mér það? Og fyrst þetta er svona slæmt, hvers vegna eru þá ekki meðgönguvítamínin t.d. án A-vítamíns? Ég er núna á Vítaplús vítamíninu sem góður fæðingarlæknir mælti með að ég tæki, eins er ég á fljótandi járni (Feroglobin B12), en ég þarf aðeins að hafa fyrir því að halda því uppi. Er þetta nokkuð of mikið? Fór á fljótandi járn eftir að hafa verið að taka 2 stk. Duroferon á dag og var orðin 119 í járni. Það vakti einnig undrun mína að í Vítaplús er 100% ráðlagður dagskammtur af A-vítamíni en í „Með barni“ vítamíninu er töluvert meira magn A-vítamíns og það var talið 100%RDS. Samt á það að vera sniðið fyrir óléttar konur!

Takk fyrir og ég vona að þú getir skilið þessa langloku mína.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Ég hef einnig undrast þetta mikla innihald A-vítamíns í fjölvítamínum sem eru ætluð barnshafandi konum og get ekki skilið hvers vegna þau eru svona samsett. Það hefur verið fjallað mikið um vítamín hér á síðunni og ég hef engu við það að bæta hér. Ef þú slærð inn leitarorðum s.s. „A-vítamín“, „Fjölvítamín“, „Járn“ og „Fólínsýra“ þá ættir þú að fá svör við þínum spurningum.

Þú segist vera 119 í járni. Ef þú átt við að þú sért 119 í blóðrauða (hemoglobin) þá er það alveg ágætt og þú ættir ekki að þurfa að taka inn járn. Þú ættir kannski að ræða þetta við þína ljósmóður eða lækni.

yfirfarið 29.10.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.