Flugnabit hjá nýburum

16.07.2008

Hæ og takk fyrir frábæran vef.

Við vorum að flytja til Danmerkur með litla 5 vikna piltinn okkar.Við vorum að taka eftir 2 litlum bólum í andlitinu á honum og grunar okkur að þetta gæti verið flugnabit. Ég hef fengið sjálfur 2 bit og mamma hans 3 bit. Eru bit hættuleg ungbörnum? Hvað getum við gert til að reyna forða barninu frá bitum? Má setja á hann svona flugnafælu og eftir-bit?

Kveðja, Sturla Þór.

  

Þar sem að þú ert í Danmörku og ég þekki ekki aðstæður þar, þá ráðlegg ér þér að hafa samband við heilsugæsluna þar sem að þú færð ungbarnavernd fyrir barnið þitt og fá leiðbeiningar hjá þeim um það hvað best er að gera í þessum málum. Einnig er mikilvægt að skoða þessar litlu bólur í andlitinu vegna þess að börn á þessum aldri eru stundum að fá hormónabólur í andlit svo mikilvægt er að meta rétt hver er orsökin.

Hér á Íslandi nota foreldrar flugnanet fyrir barnavagninn til að flugur fari ekki inn í vagninn.

Gangi þér vel,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
16. júlí 2008.