Forhúð á 2 mánaða

11.07.2008

Við vorum að skipta á stráknum okkar sem er rúmlega 2 mánaða, við gátum flett upp forhúðinni og það var eins og hún hefði opnast sjálf. Við héldum að þetta ætti ekki að gerast strax.

Eigum við að hafa einhverjar áhyggjur?


Sælar!

Ég held að þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af forhúð drengsins  - við erum ekkert að lyfta forhúðinni hjá svona litlum börnum. Við látum hana bara eiga sig. Það er misjafnt hvenær hægt er að lyfta henni upp, enginn ákveðinn tími. Þið skuluð nefna þetta við hjúkrunarfræðinginn eða ljósmóðurina ykkar í ungbarnaverndinni í næstu skoðun.

Gangi ykkur vel með drenginn.

Bestu kveðjur,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. júlí 2008.