Forhúð drengja

28.03.2011

Hæhæ

Ég á þriggja ára strák, og ég hef aldrei tekið forhúðina á honum niður.  Mér finnst af og til koma "typpalykt" af honum og ég hef reynt að taka forhúðina niður en mér hefur ekki tekist það.  Er þetta eithvað vandamál eða fer forhúðin bara niður með aldrinum?Komdu sæl.

Nei þetta er ekkert vandamál og þú átt ekkert að vera að eiga við forhúðina.  Hún breytist með aldrinum og á börnum þarf ekki að þvo undir forhúðinni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir.
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
28. mars 2011.