Fósturlát - Rhesus neikvæð

05.04.2009

Ég er Rhesus neikvæði. Þarf ég að fá sprautu eftir fósturlát í 5 til 6. viku?

Kveðja, S.


Sæl og blessuð!

Samkvæmt þeim heimildum sem ég fann þá er ekki þörf á að gefa Rhesus neikvæðum konum sprautu (Anti-D) við fósturlát sem verður á fyrstu 12 vikum meðgöngu nema ef þörf er á aðgerð (útskafi) til að hreinsa út leifar af fósturvef.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. apríl 2009.

Heimild: http://www.rcog.org.uk/files/rcog-corp/uploaded-files/GT25ManagementofEarlyPregnancyLoss2006.pdf