Fræðsla til verðandi feðra

17.10.2011

Hæ.

Ég vil bara benda á áhugaverða staðreynd að hvergi á síðunni, eða á öðrum íslenskum síðum, er fræðsla til verðandi feðra. Hér á síðunni er grein um fræðsluþarfir en ekkert um fræðslu. Frekar stór vöntun.

Kv, Tinna og Gunnar.


Komiði sæl.

Þetta er réttmæt ábending en við lítum samt svo á að öll fræðsla um meðgöngu, fæðingu og sængurlegu sé bæði fyrir verðandi mæður og feður.  Þar sem það er konan sem gengur með og fæðir má líta svo á að allri fræðslu sé beint til hennar en verðandi feður eru jú þátttakendur og því á öll fræðsla um þessi mál erindi við þá líka.

Góð ábending sem við höfum í huga fyrir framtíðina.

Takk fyrir.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur.