Spurt og svarað

17. október 2011

Fræðsla til verðandi feðra

Hæ.

Ég vil bara benda á áhugaverða staðreynd að hvergi á síðunni, eða á öðrum íslenskum síðum, er fræðsla til verðandi feðra. Hér á síðunni er grein um fræðsluþarfir en ekkert um fræðslu. Frekar stór vöntun.

Kv, Tinna og Gunnar.


Komiði sæl.

Þetta er réttmæt ábending en við lítum samt svo á að öll fræðsla um meðgöngu, fæðingu og sængurlegu sé bæði fyrir verðandi mæður og feður.  Þar sem það er konan sem gengur með og fæðir má líta svo á að allri fræðslu sé beint til hennar en verðandi feður eru jú þátttakendur og því á öll fræðsla um þessi mál erindi við þá líka.

Góð ábending sem við höfum í huga fyrir framtíðina.

Takk fyrir.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.