Frauðvörtur

06.08.2008

Góðan dag og takk fyrir góðan vef..
Mig langar að spyrja ykkur út í frauðvörtur. Strákurinn minn sem er ellefu mánaða fékk eina litla bólu á rassinn þegar hann var u.þ.b. 6 mánaða en þá var mér sagt að þetta væri bara venjuleg bóla þannig að ég hafði ekki neinar áhyggjur af þessu. Nýlega fékk hann svo tvær aðrar alveg eins nema bara minni á handlegginn. Annar læknir sagði mér þá að þetta væru frauðvörtur og til þess að lækna þær yrði að deyfa í kringum hverja og eina og svo kroppa þær af í næsta skipti hjá lækni. Hann vildi samt meina að þetta væri nú bara svona útlitslega séð frekar en hættulegt.....?  Nú er ég að velta fyrir mér hvort að þetta gæti átt eftir að aukast ef þetta er ekki tekið, hvort að þetta smiti önnur börn og þá hvernig, og hvort sé betra að taka þetta eða leyfa þessu að vera þangað til þetta fer, ef þetta fer þá þar að segja?
 
Með von um skjót svör
 
Sandra


Komdu sæl Sandra

Inná www.doktor.is er grein eftir Jórunni Frímannsdóttur hjúkrunarfræðing um frauðvörtur sem svarar öllum þínum spurningum, kíktu á það.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. ágúst 2008.