Er óhætt að fara í rafmagnsnuddstól

20.02.2007

Mig langar til að vita hvort að óhætt er að fara í rafmagnsnuddstól á meðgöngu. Hárgreiðslukonan mín er með þannig stól sem nuddar meðfram hryggnum og mjóbakið og fer ég til hennar eftir 2 vikur komin u.þ.b. 10-11 vikur á leið. Er mér óhætt að fara í hann?

Kveðja, Ásta.


Sæl og blessuð!

Ef þú átt við svona hægindastól sem gefur létt og þægilegt nudd þá ætti það að vera í góðu lagi svo framarlega sem þér líður vel meðan á því stendur.

Njóttu vel!

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. febrúar 2007.