Frumubreytingar í legi

11.05.2006

Sælar og takk fyrir frábæran vef.
Ég var að heyra það að strax eftir barnsburð þá séu miklar líkur á frumubreytingum í leginu, er eitthvað til í þessu?

Með fyrirfram þökk
Lilja BSæl Lilja og þakka þér fyrir að leita til okkar.
Ég hef leitað víða í gagnasöfnum okkar og ekki fundið neitt sem styður þetta.  Ég geri ráð fyrir að þú eigir við illkynja frumubreytingar eða eitthvað sem ekki getur talist eðlilegt.
Konum er aftur á móti ráðlagt að bíða með að láta taka krabbameinssýni frá leghálsi þar til ca 8 vikum eftir fæðingu þar sem en geta verið bólgufrumur í leghálsinum sem geta ruglað niðurstöðuna.  Ég veit ekki hvort það er kannski það sem þú átt við?
Vonandi svarar þetta spurningu þinni.

Bestu kveðjur
Guðrún Sigríður Ólafsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
11. maí 2006