Spurt og svarað

05. júní 2008

Frunsur og ungbörn

Halló!

Getið þið sagt mér ég hvort ég mögulega geti smitað 3 vikna gamla dóttur mína af frunsu sem ég er með á hökunni, því og getur það haft skaðleg áhrif á hana? Hvers vegna mega konur með barn á brjósti ekki nota Zovir krem á frunsur.

Kveðja, ein áhyggjufull.


Sæl og blessuð. 

Þú átt ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur af frunsu á hökunni en það er alltaf góð regla að hafa eitthvað yfir frunsum á meðan vessar úr þeim ef þær eru annars staðar en á vörunum.

Og það er í góðu lagi að nota Zovir á frunsur.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. júní 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.