Frunsur og ungbörn

05.06.2008

Halló!

Getið þið sagt mér ég hvort ég mögulega geti smitað 3 vikna gamla dóttur mína af frunsu sem ég er með á hökunni, því og getur það haft skaðleg áhrif á hana? Hvers vegna mega konur með barn á brjósti ekki nota Zovir krem á frunsur.

Kveðja, ein áhyggjufull.


Sæl og blessuð. 

Þú átt ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur af frunsu á hökunni en það er alltaf góð regla að hafa eitthvað yfir frunsum á meðan vessar úr þeim ef þær eru annars staðar en á vörunum.

Og það er í góðu lagi að nota Zovir á frunsur.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. júní 2008.