Spurt og svarað

22. janúar 2009

Fyrirburi og barnamatur

Ég á barn sem fæddist þremur mánuðum fyrir tímann. Ég fæ ekki sömu ráð frá ungbarnaeftirlitinu og lækninum hans á barnaspítalanum um hvenær sé tímabært að hann fái graut, hvort byrja á við sex mánaða aldur eða sex mánaða leiðréttan aldur. (Hann fær 50% þurrmjólk þar sem ég mjólka ekki nóg ef það skiptir máli). Hvort mynduð þið mæla með sex mánaða aldri (þriggja mánaða leiðrétt) eða níu mánaða aldri (sex mánaða leiðrétt)?Sælar!

Með fyrirbura þá verðum við alltaf að meta hvert barn fyrir sig. Ráðlagt er að bæta við aldur barnsins einhverjum tíma til að leiðrétta lífaldur. En það fer eftir þyngd og hvernig barninu heilsast - hversu löngum tíma bætt er við til að leiðrétta. Það þarf ekki endilega að bæta við fullum tíma - til að leiðrétta lífaldur barnsins. Svo móðir og hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd verða að taka ákvörðun um það hvenær barnið er/veður tilbúið að borða.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. janúar 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.