Fyrirburi og barnamatur

22.01.2009

Ég á barn sem fæddist þremur mánuðum fyrir tímann. Ég fæ ekki sömu ráð frá ungbarnaeftirlitinu og lækninum hans á barnaspítalanum um hvenær sé tímabært að hann fái graut, hvort byrja á við sex mánaða aldur eða sex mánaða leiðréttan aldur. (Hann fær 50% þurrmjólk þar sem ég mjólka ekki nóg ef það skiptir máli). Hvort mynduð þið mæla með sex mánaða aldri (þriggja mánaða leiðrétt) eða níu mánaða aldri (sex mánaða leiðrétt)?Sælar!

Með fyrirbura þá verðum við alltaf að meta hvert barn fyrir sig. Ráðlagt er að bæta við aldur barnsins einhverjum tíma til að leiðrétta lífaldur. En það fer eftir þyngd og hvernig barninu heilsast - hversu löngum tíma bætt er við til að leiðrétta. Það þarf ekki endilega að bæta við fullum tíma - til að leiðrétta lífaldur barnsins. Svo móðir og hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd verða að taka ákvörðun um það hvenær barnið er/veður tilbúið að borða.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. janúar 2009.