Geitamjólk fyrir ungbörn?

01.03.2007

Stelpan mín sem er fjögurra mánaða er farin að mótmæla allsvakalega SMA þurrmjólkinni þegar hún fer í pössun en er annars á brjósti. Það tekur alltof langan tíma að mjólka mig. Hvaða aðra tegund ætti ég að prófa? Er geitamjólk eitthvað sem þið mælið með?


Sæl og blessuð!

Það kemur reyndar ekki fram hvort þetta er einstaka pössun eða eitthvað reglulegt. Ég mæli með að þú reynir að mjólka þig handa henni. Ef það gengur illa með núverandi aðferð prófaðu þá einhverja aðra aðferð. Það gæti gengið betur. Ef þér hugnast það ekki mætti reyna að skipta um þurrmjólkurtegund. Þær eru margar til á markaðinum. Kannski vill hún ekki kúamjólk og þá gætirðu reynt soyja þurrmjólk.

Nei, ég mæli ekki með geitamjólk.

Gangi þér vel.           

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. mars 2007.