Getnaðarlimur fjögurra mánaða

11.07.2008

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Ég er með fjögurra mánaða dreng. Fyrir um viku eða svo fannst mér getnaðarlimur hans vera eitthvað stærri en áður. Við faðir hans veltum þessu lengi fyrir okkur áður en við komumst að því að á hverjum morgni vaknar drengurinn ofsalega sæll og glaður og er þar að auki með „standpínu“. Þetta fannst okkur hin besta skemmtun en leikur þó forvitni á að vita hvort slíkt eigi að byrja svona ofsalega snemma :)

Takk takk, Forvitin móðir.Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Í tengslum við þvaglát þá rís getnaðarlimur drengja.  Því finnst mér líklegt að drengurinn þinn sé rétt búinn að pissa þegar þið takið af honum bleiuna á morgnana og það sé því ástæðan.

Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. júlí 2008.