Spurt og svarað

16. janúar 2012

Er óhætt að fara til hnykkjara á meðgöngu?

Sælar ljósmæður og bestu þakkir fyrir frábæran og mjög gagnlegan vef!

Ég rakst á fyrirspurn frá 2007 þar sem barnshafandi kona spyr hvort óhætt sé að fara til hnykkjara á meðgöngu. Henni var bent á að tala við hnykkjara en þið óskuðuð eftir svari um þetta mál. Nú veit ég ekki hvort hún lét ykkur vita eða hvort þið hafið aflað ykkur upplýsinga síðan en ég get staðfest að það er alveg óhætt að fara til hnykkjara á meðgöngu. Það þarf að láta vita af því að kona sé barnshafandi því að ekki má taka röntgenmyndir á meðgöngu, flestir hnykkjarar taka röntgenmyndir áður en meðferð hefst. Ég hef mjög góða reynslu af því að fara til hnykkjara á meðgöngu og léttir það mjög á bakverkjum, grindarverkjum, eymslum í rófubeini og fleira og fleira. Einnig fór ég með barnið mitt til hnykkjara vegna magakveisu og vegna þess að hann snéri höfðinu aldrei til vinstri. Það hafði mjög góð áhrif á hann.

Vonandi kemur þetta að gagni:)

Bestu kveðjur, Ragna Björk.


Sæl Ragna Björk!

Við þökkum fyrir þessar upplýsingar.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. janúar 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.