Geymsluþol þurrmjólkur í fernu

04.01.2010

Hæ, hæ!

Ég var að velta því fyrir mér hvort að það sé í lagi að blanda saman NAN mjólkinni úr fernunum? Ég er með 2-3 mánaða barn sem drekkur 120 ml pela og þegar ég nota nan fernuna þá er smá mjólk eftir. Má ég þá nota þessa mjólk sem er eftir í fernunni og opna aðra fernu og hella henni með hinni fernunni í sama pelann? Eða verð ég bara að henda þessari mjólk sem ég nota ekki úr fernunni?

Kveðja, Katla.


Sæl og blessuð!

Það er mjög mikilvægt að fylgja leiðbeiningum sem fram koma á umbúðum þurrmjólkur. Á NAN fernunni kemur fram að opnaða fernu megi geyma í kæliskáp í u.þ.b. 1 sólarhring.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4. janúar 2010.