Spurt og svarað

03. ágúst 2005

Grænar hægðir

Sælar og takk fyrir góðan vef

Mig langar að forvitnast með hægðir hjá 11 mánaða stráknum mínum.  Hann er hættur á brjósti og er eingöngu á föstu fæði.  Hann fær þó stoðmjólk í pela.  Hann er misduglegur að borða og er sáttastur með að fá skyr, ab mjólk og hafragraut en ég reyni líka að hafa fæðið fjölbreitt og hann fær kjöt og lifarpylsu og svona flest sem við borðum þó svo það sé í minna mæli.
Upp á síðkastið hafa hægðirnar hans verið grænar og í dag hefur hann líka verið með niðurgang.  Hann hefur ekki verið að borða grænmeti síðustu daga.  Er þetta eðlilegt hjá barni sem er ekki á brjósti?  Getur þetta verið næringarskortur, þ.e. hann sé ekki að fá nógu fjölbreyttan mat?  Reyndar eru hægðirnar hans enn alltaf frekar gular líkt og þegar hann var á brjósti en eðlilega harðari.

Með von um svör

................................
 
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
 
Það er eðlilegt að hægðir barna á fyrsta ári breytist oft bæði að lit, tíðni og áferð og oftast er hægt að rekja það til fæðu barnsins.  Kannski er hann að fá of mikinn mjólkurmat en því getur fylgt járnskortur.  Þú skalt draga úr skyrinu og ab mjólkinni o halda áfram að gefa honum fjölbreytt fæði.  Það er mögulegt að um sýkingu sé að ræða en þá er hann sennilega lystarlaus og með hita.  
Ef þetta er langvarandi og þú hefur áhyggjur þá er réttast af þér að bera þetta undir lækninn þinn.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
03.08.2005.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.