Grátur og pirringur

31.01.2007

Hæ,hæ
Þannig er mál með vexti að ég á eina 1 árs stelpu og er gengin 7 og hálfa viku núna.  Allt frá því að stelpan mín fæddist hef ég ekki meikað þegar hún grætur!  Ég finn pirringinn éta mig lifandi gjörsamlega!  Ég fæ oftar enn ekki mjög svo ljótar hugsanir enn reyni að bægja þeim frá en stundum tekst það ekki.  Ég hef stundum gripið þétt í handlegginn á henni og kreist þegar ég hef alveg verið að missa mig enn svo strax séð mikið eftir því og reynt að knúsa hana og ef ekkert gegur þá hreinlega öskra ég úti loftið!  Ég fatta ekki hvað er að mér, mér líður rosalega illa yfir þessu og finnst ég ekki finna þessa móðurást oft þegar hún ætti helst að blómstra. 
Það má samt geta þess að ég var með mikið þunglyndi þegar ég gekk með hana og fékk fæðingarsturlun þegar ég átti.
Núna hef ég líka fundið fyrir miklu þunglyndi :0(
Hvað á ég að gera?

Ein ráðþrota og HRÆDD!Það fer ekkert á milli mála að þér líður mjög illa og þú þarft aðstoð.  Byrjaðu á að segja manninum þínum hvernig þér líður.  Leitið svo til heimilislækins eða til þess læknis sem annaðist þig á síðustu meðgöngu og/eða eftir fæðinguna.  Sennilega ertu enn þunglynd og þarft meðferð og stuðning.  Frestaðu því ekki að fá hjálp.  Þannig mun þér líða miklu betur og samskiptin við dóttur þína batna. 

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarssóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
31.01.2007.

Komdu sæl.