Er óhætt að fara til hnykkjara á meðgöngu?

10.01.2007

Sælar!

Mig langaði að kanna það hvort óléttar konur megi fara til hnykkjara á meðgöngu? Ég er komin 13 vikur og er aðeins farin að finna fyrir bakverkjum þegar ég sef.


Sæl og blessuð! Takk fyrir að leita til okkar.

Því miður þá þekki ég ekki nógu vel til þess hvernig hnykkjarar  starfa og hvernig meðferð þeir veita. Ég myndi halda að þeir sem veita slíka meðferð séu bestir til að svara því. Endilega spurðu þá að þessu. Það væri svo gaman að vita svarið.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. janúar 2007. 

Þann 16. janúar 2012 barst okkur svo þessi reynslusaga.