Spurt og svarað

08. október 2005

Grautur fyrir 4 mánaða?

Sælar!

Ég er með einn 4 mánaða og hefur hann verið að drekka vel hingað til og sofið allar nætur fyrir utan eina næturgjöf. Núna er hann að byrja að vakna 2-3 sinnum á nóttunni til að fá að drekka. Á daginn drekkur hann á tveggja klst fresti. Hann þyngdist mjög vel á fyrstu vikunum. En upp á síðkastið hefur hann bara verið að þyngjast um 100 gr á viku. Er það nóg? Hann er mjög vær og góður, grætur nánast aldrei, ég set hann á brjóst til að athuga hvort hann er svangur því hann biður ekki um. Þarf ég að fara að gefa honum graut eða er þetta eðlilegt?

.....................................................................

Sæl og blessuð.

Þetta hljómar nú allt mjög eðlilega hjá þér og engin ástæða fyrir þig að láta þér til hugar koma að gefa graut. Öll börn fara í gegnum skeið þegar þau þurfa allt í einu mun fleiri gjafir. Þetta eru yfirleitt stutt tímabil og síðan fara þau í gamla gjafafjöldann aftur. Ef þeim tekst ekki að fá nógu margar gjafir yfir daginn þá taka þau þær á nóttunni. Það er líka eðlilegt að þyngdaraukning brjóstabarna sé í sveiflum. Þú athugar að þú (eða réttara sagt hann) græðir marga góða hluti á að gefa ekki graut eða neitt annað í fulla 6 mánuði eftir fæðingu. Það er ekki út í loftið sem verið er að setja akkúrat þessi tímamörk.  Haltu áfram á sömu braut og gangi þér vel.

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
8. október 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.