Grindarbotnsæfingar

16.04.2007

Hvar get ég komist að því hvernig æfingar þetta eru...? Vantar að vita það....


Þú getur fengið upplýsingar um þessar æfingar á heilsugæslustöðinni þinni til dæmis. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem koma heim í vitjanir eða sinna ungbarnaeftirliti eiga blað um þetta sem þú getur fengið.  Einnig ljósmæður í meðgöngueftirliti og svo er konum líka afhent þetta á sængurkvennagangi og í Hreiðrinu eftir fæðingu.

Þetta er líka góð ábending fyrir okkur hér á ljosmodir.is að setja þetta inn á síðuna okkar, takk fyrir það.

Vona að þetta hjálpi

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. apríl 2007.