Spurt og svarað

05. desember 2007

Grindarbotnsvöðvar

Hæ, hæ og takk fyrir góða síðu.

Ég er að velta því fyrir mér hvaða tilgang hafa grindarbotnsvöðvarnir? Ég er alltaf að heyra um að maður eigi að gera grindarbotnsæfingar en hvers
vegna er það?

Bara smá forvitni.


Sæl og blessuð!

Grindarbotnsvöðvarnir eru samansafn nokkurra vöðva sem liggja í lögum í botni mjaðmagrindarinnar. Hlutverk þeirra er að styðja við og halda grindarholslíffærunum á sínum stað í grindinni, það er að segja þeir sjá um að halda blöðrunni, leginu og leghálsinum og neðsta hluta ristilsins á sínum rétta stað. Á meðgöngu og í fæðingu slaknar á þesum vöðvum og þeir þurfa að gefa mikið eftir þar sem barnið þarf að komast þarna í gegn. Ef grindarbotnsvöðvarnir erum slappir þá geta konur fengið ýmsa hvimleiða kvilla eins og til dæmis blöðrusig og legsig. Þetta gerist nú yfirleitt ekki fyrr en konur eru komnar á eldri ár og/eða eru búnar að fæða mörg börn um fæðingaveg.Það er því mikilvægt fyrir allar konur að gera reglulega grindarbotnsæfingar til þess að halda þessum mikilvægu vöðvum í góðu formi. Sérstaklega þurfa þeir á góðri styrkingu að halda eftir fæðingu.

Með bestu kveðju,

Halla Björg Lárusdóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
2. desember,2007.

 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.