Spurt og svarað

21. nóvember 2006

Hægðavesen hjá fjögurra mánaða

Ég er með einn 4 og hálfs mánaða. Þegar hann var 4 mánaða ákvað ég að gefa honum graut af því hann þurfti meira en hafði grautinn mjög þunnan og geri það enn. Þegar hann var búinn að fá graut í viku þá bætti ég mauki út í hann til þess að bragðbæta hann. Er farinn að gefa honum svolítið góðan skammt núna en gaf honum mjög lítið fyrst. Núna er hann ekkert búinn að kúka í 4 daga prumpar mikið og það kemur mikil lykt. Hann er ekkert óvær ekkert harður maginn á honum. Prófaði í gær að gefa honum sveskjumauk út í grautinn og líka í kvöld. Er eitthvað sem ég get gert er þetta kannski eðlilegt?

Langar að spyrja líka í sambandi við brjóstagjöf. Hann virðist vera hrifnari af öðru brjóstinu drekkur þar alltaf í einum teig en hitt brjóstið drekkur hann í nokkrar sekúndur, fer af, drekkur, fer af. Þegar ég prófa að kreista geirvörtuna kemur mjólk. Hann er yfirleitt vælinn þegar hann fer af því brjósti, vælir, drekkur smá, vælir og drekkur smá. Ef ég prófa svo að setja hann á hitt þá drekkur hann helling. „Sorry“ svolítið langt hjá mér með.

Fyrirfram þökk.


Sælar.

Það hendir oft að það líða nokkrir dagar hjá litlum börnum á milli hægða. Ef foreldra grunar að um hægðatregðu sé að ræða hjá þeim - þá má gefa þeim Maltextrakt, sem mýkir hægðirnar (fæst í apóteki). Einnig sveskjumauk ef þau eru byrjuð að borða.

Með mismun á milli brjósta getur stundum verið vegna þess að flæðið er stundum mismunandi á milli brjósta, stundum flæðir betur úr öðru brjóstinu en hinu og oft vilja börnin það brjóst frekar þar sem flæðið er betra.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
21. nóvember 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.