Hætta að ropa

16.04.2007

Hvenær má maður hætta að láta barnið ropa eftir gjöf? Ég er nefninlega orðin soldið þreytt á því að vakna á nóttunni eftir 5 mánuði og ef ég þyrfti ekki að láta barnið ropa eftir sopann þá væri þetta mun viðráðanlegra.
Komdu sæl


 

Þér er alveg óhætt að reyna að sleppa því að láta hann ropa og sjá hvað gerist.  Ef hann verður ekki óvær þá þolir hann það alveg.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. apríl 2007.