Hitafall tengt fæðingu

07.08.2014
Sælar ljósmæður.
Mér leikur forvitni á að vita hvort hitafall eða hitahækkun verði um u.þ.b. sólarhring fyrir fæðingu? Ég er að rækta Labrador, og er ein örugg leið til þess að vita nákvæmlega hvenær tíkin gýtur að hitamæla hana nokkrum dögum fyrir væntanlegt got, en um 24 klst fyrir gotið lækkar hitinn niður um 1-2 gráður. Eðlilegur hiti hunda er um 38,5 og síðustu vikur fyrir got er hann um 37,5. 24 tímum áður en hvolparnir koma lækkar hitinn niður fyrir 37. Ætli það sama gerist hjá konum? Spurning hvort hann lækki eða hækki hjá okkur um sólarhring fyrir fæðingu? Með kærri kveðju :)
Sæl!
Takk fyrir þessa áhugaverðu fyrirspurn, ég er búin að leita mikið og finn ekki neitt um líkamshitabreytingu hjá konum áður en fæðing hefst. Hinsvegar er hægt að fylgjast með líkamshita í tengslum við egglos og blæðingar.
Þetta viðfangsefni hefur líklega ekki verið rannsakað vegna þess að konur fá oftast áætis fyrirvara og finna vel þegar þær byrja í fæðingu.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. ágúst 2014.