Hrollur í ungbarni

30.09.2009

Dóttir mín átta mánaða er alltaf að fá eins og hroll, hún verður skrítin í framan og hristir sig, henni getur ekki verið kalt því það er mjög heitt þar sem við búum erlendis.  Þetta skeður stundum nokkrum sinnum á dag.  Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af?

Kæra þakkir

 


 

Komdu sæl. 

Það er ekki gott að segja hvað þetta er en til öryggis myndi ég ráðleggja þér að fara með hana til læknis sem fær nákvæmari sögu og skoðar hana til dæmis m.t.t. krampa.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. september 2009.