Hvar nær maður sambandi við svefnráðgjafa?

05.11.2007

Sælar!

Hvar nær maður sambandi við svokallaða svefnráðgjafa? Eru þeir á
Landspítalanum? Hvenær er hægt að byrja stjórna svefnvenjum ungabarna, er 2 mánaða of ungt?

Takk fyrir góðan vef.


Sæl!

Kíktu inn á www.foreldraskoli.is þar eru upplýsingar um svefnráðgjöf, t.d. símaráðgjöf.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. nóvember 2007.