Hvað á að taka með á Landspítalann?

17.10.2011

Sælar!

Ég var að frétta að nú þurfi maður sjálfur að koma með bleiur og klúta fyrir börnin. Ég finn engar upplýsingar um hvað manni er skaffað á Landspítalanum. Þarf líka að koma með handklæði og bindi fyrir mig?


Sælar!

Já, það er rétt að nú þarf fólk að koma með bleiur, föt og klúta fyrir börnin. Það eru hins vegar bæði bindi og handklæði í boði fyrir fæðandi konur. Á vef Landspítalans er hægt að skoða nokkur myndbönd, m.a. eitt sem fjallar um hvað á að taka með sér á spítalann.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
17. október 2011.