Hvað er keiluskurður?

31.01.2009

Sælar og takk fyrir frábæran vef:)

Þetta framtak hefur hjálpað mér alveg endalaust nú þar sem ég á von á mínu fyrsta barni í vor. Annars er erindi mitt kannski frekar heimskulegt en ég hef rekist á hugtakið „keiluskurður“ út um allt á þessari síðu. Getið þið sagt mér hvað í ósköpunum það er og hvers vegna slíkt er framkvæmt?

Með kærri kveðju og þakklæti, Maíbumban:)


Sæl og blessuð!

Keiluskurður er aðgerð þar sem keilulaga hluti er skorinn (eða brenndur) úr vef. Þetta er aðgerð sem gerð er á leghálsi þegar  frumubreytingar finnast.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
31. janúar 2009.