Hvenær eiga börn á pela að fá graut?

04.10.2007

Góðan daginn og takk fyrir góða síðu!

Talað er um að börn á brjósti yngri en 6 mánaða eigi ekki að fá graut. Gildir það sama ef börnin eru bara á þurrmjólk? Sonur minn er búinn að vera bara á þurrmjólk síðan hann var 3 mánaða. Nú er hann 4 mánaða og þyngist og stækkar eðlilega. Er ástæða til þess að gefa honum graut fyrr en hann verður 6 mánaða?

Takk fyrir.

 


 

Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Þar sem sonur þinn dafnar vel á þurrmjólkinni tel ég enga ástæðu til að fara að gefa honum graut að svo stöddu.  Ef hann þyngist áfram vel fram að 6 mánaða aldri ætti þurrmjólkin að duga honum sem eina fæðan þar til þá. Því eins og þú nefndir í fyrirspurninni þá er ekki mælt með að gefa börnum yngri en 6 mánaða fasta fæðu.

Vona að þetta svari spurningu þinni.

Kær kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4. október 2007.