Ljósmóðir.is notar vafrakökur til að bæta notendaupplifun og stuðla að frekari þróun heimasíðunnar.
Upplýsingar um vafrakökur
15. maí 2007
Sæl!
Hvenær er í lagi að byrja að gefa börnum jarðaber?
Sæl og takk fyrir að leita til okkar!
Eftir að barn er farið að fá fasta fæðu um 6 mánaða aldur og sýnir því áhuga er hægt að fara að kynna því fyrir ýmsum ávöxtum og grænmeti. Þó er talið ástæða til að fara varlega í það að gefa kiwi, ber (þ.m.t. jarðaber), ananas og sítrusávexti. Þessar tegundir ávaxta geta verið ofnæmisvaldandi og huga skal að ofnæmisviðbrögðum. Einnig geta börn fengið í magann af þessum fæðutegundum. Þannig að svar mitt er að það er í lagi að gefa barni frá 6 mánaða aldri jarðaber en fara þó varlega í þær sakir.
Vona að þetta svari spurningu þinni.
Kveðja,
Þórdís Björg Kristjánsdóttir,ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,15. maí 2007.
Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.
Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.
Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.