Hvenær er í lagi að byrja að gefa börnum jarðaber?

15.05.2007

Sæl!

Hvenær er í lagi að byrja að gefa börnum jarðaber?


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Eftir að barn er farið að fá fasta fæðu um 6 mánaða aldur og sýnir því áhuga er hægt að fara að kynna því fyrir ýmsum ávöxtum og grænmeti. Þó er talið ástæða til að fara varlega í það að gefa kiwi, ber (þ.m.t. jarðaber), ananas og sítrusávexti.  Þessar tegundir ávaxta geta verið ofnæmisvaldandi og huga skal að ofnæmisviðbrögðum.  Einnig geta börn fengið í magann af þessum fæðutegundum.  Þannig að svar mitt er að það er í lagi að gefa barni frá 6 mánaða aldri jarðaber en fara þó varlega í þær sakir.

Vona að þetta svari spurningu þinni.

Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
15. maí 2007.