Hvenær er í lagi að hætta að sjóða pela?

26.09.2006

Sælar!

Hvenær er í lagi að hætta að sjóða pela?

Takk fyrir.


Komdu sæl!

Samkvæmt munnlegum heimildum frá Miðstöð heilsuverndar barna er nú ráðlagt að stinga nýjum pelatúttum og snuðum í sjóðandi vatn, og látið standa þar í 5 mínútur áður en byrjað er að nota þær. Einnig er sjóðandi vatn látið standa í pelunum í 5 mínútur fyrir fyrstu notkun. Eftir það eru túttur og pelar þrifnir (skolað, þvegið og látið standa til þerris) eins og hver önnur mataráhöld í eldhúsinu, strax eftir notkun og jafnvel sett í uppþvottavélina, svo framarlega sem hún skolar vel burt sterka þvottaefnið, sem notað er í uppþvottavélina.

Gangi þér vel,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. september 2006.