Er óhætt að nota Metasys á meðgöngu

05.05.2007

Ég er að taka inn Metasys. Er óhætt að halda því áfram ef ég verð ólétt?Sæl og blessuð!

Samkvæmt upplýsingavef Metasys er ekki ráðlagt að nota Metasys á meðgöngu.

Á meðgöngu og þegar verið er með barn á brjósti þarf alltaf að fara varlega í að taka inn lyf, náttúrulyf og fæðubótarefni.  Það þarf að skoða hvort gerðar hafi verið rannsóknir sem sýna fram á að óhætt sé að taka inn viðkomandi lyf eða efni. Mannslíkaminn er mjög fullkomin en að sama skapi flókinn og því geta efni sem tekin eru inn haft jákvæð áhrif á vissa líkamsstarfssemi en neikvæð áhrif á aðra.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. maí 2007.