Hvenær má gefa ungbörnum hunang?

11.07.2006

Góðan daginn og takk fyrir skjót og greinargóð svör hingað til.

Þar sem hunang er hættulegt fyrir ungbörn eins og stendur á síðunni hvenær er manni þá óhætt að gefa barni hunang, t.d. hunangshnetu Cheerios og fleira sem inniheldur hunang, og hreint hunang?

Takk fyrir.


Sælar.

Þetta er flókin spurning. Hvenær það sé óhætt - ég myndi bíða fram yfir eins árs aldur. Hunang er sætuefni svo það er spurning - hafa lítil börn þörf fyrir það?

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. júlí 2006.