Hvenær mega börn byrja að borða hrátt grænmeti?

27.08.2005

Sælar!

Mig langaði bara að spyrja um hvenær börn mættu fara að borða hrátt grænmeti.

Takk.

.............................................................................


Komdu sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn

Hrátt grænmeti mega börn borða, þegar þau eru orðin það vel tennt, að þau geta tuggið grænmetið nógu vel til að kyngja því svo það hvorki standi í þeim né hrökkvi ofan í þau.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. ágúst 2005.