Hvenær mega börn sofa á maganum?

04.10.2011

Sælar kæru ljósmæður.

Ég er búin að lesa mér til um svefnstellingar hér á vefnum og sé að það er ekki mælt með að börnin liggi á maganum þegar þau sofa. Hversu gömul eru þau orðin þegar það er talið vera í lagi? Ég á tæplega 7 mánaða stelpu sem leitar sífellt yfir á magann, bæði þegar hún er að sofna og eins þegar hún rumskar á nóttunni og huggar sig sjálf með snuddunni, yfirleitt sofnar hún á maganum. Ég hef verið að snúa henni af maganum þegar hún er sofnuð, en velti þá fyrir mér hvenær þetta er talið óhætt?

Bestu þakkir, Arna.Komdu sæl.

 

Þegar börn eru farin að snúa sér sjálf er ráðleggingin úr gildi.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
4. október 2011.