Spurt og svarað

04. desember 2006

Hvenær ráða börn við að drekka mjólk beint úr ísskáp?

Hæ!

Hvenær ráða börn við að drekka t.d stoðmjólk sem kemur beint úr ísskápnum.


Komdu sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Það er talað um, að það þurfi ekki að velgja mjólk fyrir ungbörn eftir sex mánaða aldurinn. Þeim finnst þó mörgum notalegt að láta taka mestan kulda úr mjólkinni áður en hún er gefin. En það er eins með kalda mjólk og svo margt annað, sem viðvíkur barninu, að það þarf að venjast því að hafa mjólkina kalda. Það mætti t.d. byrja á því að velgja hana aðeins og svo smádraga úr því þar til því verður hætt.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4. desember 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.