Hvenær ráða börn við að drekka mjólk beint úr ísskáp?

04.12.2006

Hæ!

Hvenær ráða börn við að drekka t.d stoðmjólk sem kemur beint úr ísskápnum.


Komdu sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Það er talað um, að það þurfi ekki að velgja mjólk fyrir ungbörn eftir sex mánaða aldurinn. Þeim finnst þó mörgum notalegt að láta taka mestan kulda úr mjólkinni áður en hún er gefin. En það er eins með kalda mjólk og svo margt annað, sem viðvíkur barninu, að það þarf að venjast því að hafa mjólkina kalda. Það mætti t.d. byrja á því að velgja hana aðeins og svo smádraga úr því þar til því verður hætt.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4. desember 2006.