Spurt og svarað

23. janúar 2007

Hvers vegna ekki Stoðmjólk fyrr en 6 mánaða?

Sælar og vil ég þakka fyrir góðan vef!

Þannig er mál með vexti að ég hætti með skvísuna mína á brjósti þegar hún var 3 vikna vegna mikilla sýkinga í brjósti og fór að gefa henni SMA. Svo fór ég að velta því fyrir mér af hverju ég gæti ekki gefið henni bara stoðmjólk en þá sá ég að það er ekki mælt með því að þeim sé gefin stoðmjólk fyrr en um 6 mánaða aldur er að velta því fyrir mér hversvegna má ekki gefa hana fyrr en 6 mánaða? Ég er ekki hrifin af þurrmjólkinni persónulega þess vegna er ég að velta þessu fyrir mér.

Með fyrir fram þökk, ein forvitin.

 


 


Sælar!

Það er ráðlagt er að gefa stoðmjólk eftir 6 mánaða er vegna þess að meltingarfæri ungbarna fram að 6 mánaða eru svo óþroskuð að erfitt er með að melta próteinin í stoðmjólkinni og nýmjólkinni. En þurrmjólkin er sérhönnuð fyrir meltingarfæri lítilla barna, þannig að þau geta melt hana.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. janúar 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.