Hvers vegna ekki Stoðmjólk fyrr en 6 mánaða?

23.01.2007

Sælar og vil ég þakka fyrir góðan vef!

Þannig er mál með vexti að ég hætti með skvísuna mína á brjósti þegar hún var 3 vikna vegna mikilla sýkinga í brjósti og fór að gefa henni SMA. Svo fór ég að velta því fyrir mér af hverju ég gæti ekki gefið henni bara stoðmjólk en þá sá ég að það er ekki mælt með því að þeim sé gefin stoðmjólk fyrr en um 6 mánaða aldur er að velta því fyrir mér hversvegna má ekki gefa hana fyrr en 6 mánaða? Ég er ekki hrifin af þurrmjólkinni persónulega þess vegna er ég að velta þessu fyrir mér.

Með fyrir fram þökk, ein forvitin.

 


 


Sælar!

Það er ráðlagt er að gefa stoðmjólk eftir 6 mánaða er vegna þess að meltingarfæri ungbarna fram að 6 mánaða eru svo óþroskuð að erfitt er með að melta próteinin í stoðmjólkinni og nýmjólkinni. En þurrmjólkin er sérhönnuð fyrir meltingarfæri lítilla barna, þannig að þau geta melt hana.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. janúar 2007.