Hversu mikla þjálfun og fræðslu fá ljósmæður um axlarklemmu í sínu námi?

05.05.2007

Komið þið sæl!

Mér leikur forvitni á að vita hversu mikla þjálfun og fræðslu ljósmæður fá um axlarklemmu í fæðingu í sínu námi, þ.e. fræðslu um áhættuþætti, viðbrögð, við tilvikinu og möguleg eftirköst axlarklemmufæðingar bæði fyrir móður og barn.

Ég vona að þið sjáið ykkur fært að svara þessu.

Bestu kveðjur, Íris Sigurðardóttir.


Sæl og blessuð!

Ljósmæður fá góða fræðslu og þjálfun um axlarklemmu í sínu námi og eiga að kunna skil á áhættuþáttum, viðbröðgum og mögulegum afleiðingum axlarklemmu fyrir móður og barn.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. maí 2007.