Spurt og svarað

06. desember 2005

Hversu oft á að baða ungbörn

Hæ, hæ!

Var að velta því fyrir mér hversu oft er ráðlegt að baða ungbörn á viku. Er með gullmola sem er 3 ½ mánaða og honum finnst ekkert ofsalega gaman í baði. Er kannski sniðugt að fara jafnvel með honum í baðið?

Með fyrirfram þökk og takk fyrir góða síðu.

..........................................................................................................

 

Komdu sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Það eru ekki til neinar reglur um, hversu oft ráðlegt er að baða ungbörn, heldur er skynsemin látin ráða. Það er í lagi að setja þau í bað daglega en er kannski óþarfi og láta því margir annan hvern dag eða sjaldnar nægja. Hins vegar er talað um, að óþarfi sé að nota sápu á litlu krílin fyrsta árið. Það er góð hugmynd að fara með drengnum í baðið ef hann er ekki orðinn sáttur við vatnið. Yfirleitt eru börn mjög hrifin af því fara í bað og finnst það notalegt, þegar þau hafa vanist vatninu. Það verkar oft róandi og slakandi á þau þannig, að þau sofna vært á eftir. En það þarf alltaf að ganga úr skugga um að hitinn á baðvatninu sé hæfilegur (um 37° C) áður en barnið er sett ofan í það.

Gangi ykkur vel,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. desember 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.