Er óhætt að nota Phenergan á fyrri part meðgöngu?

19.07.2010


Er óhætt að nota Phenergan á fyrri part meðgöngu? Ég er komin 7 vikur á leið og á mjög erfitt með svefn.


Sæl!

Samkvæmt upplýsingum í sérlyfjaskrá er lítil hætta talin stafa af notkun lyfsins á meðgöngu. Þú ættir samt sem áður að ráðfæra þig við lækni um notkun svefnlyfja á meðgöngu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. júlí 2010.