Spurt og svarað

24. mars 2015

Ímynduð ólétta.

Sælar.  Mig langar að forvitnast hversu langt hugur og líkami getur gengið í "ímyndaðri óléttu"? Ég hef alltaf haft mjög reglulegan tíðahring. En núna langar okkur að eignast barn og skyndilega byrja ég bara ekki á blæðingum og búin að taka nokkur þungunarpróf svo ég veit að ég er ekki ófrísk og langar að byrja á blæðingum!! Er hægt að gera e-ð til að byrja á blæðingum og verða klár til að reyna að eignast barn? Kv ein óþolinmóð

 

Heil og sæl ein óþolinmóð, ég ráðlegg þér eindregið að bíða róleg og hugsa ekki um þetta og sjá hvort að annað hvort gerist að blæðingar byrji eða þú verðir ófrísk. Það kemur reyndar ekki fram hvað þetta er búið að standa lengi. Ef þetta eru nokkrir mánuðir eða lengur  ráðlegg ég þér að fara til kvensjúkdómalæknis og ræða málið við hann.Það er ýmislegt sem getur truflað hormónastarfsemi svo sem eins og streita. Gangi þér vel

 Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
24. mars 2015
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.