Spurt og svarað

16. ágúst 2007

Íslenskukunnátta heilbrigðisstarfsmanna

Er einhverjar reglur til um íslenskukunnáttu hjá fólki sem vinnur í
heilbrigðiskerfinu? Ég lenti á ljósmóðir sem talaði mjög svo
illskiljanlega íslensku með rosalegum hreim. Það gerði fæðinguna erfiðari því ég skildi ekki alltaf almennilega þegar hún var að segja mér til og fannst voða erfitt að vera að segja henni að ég vildi ekki þetta eða hitt, þegar hún var jafnvel byrjuð að einhverju áður en ég áttaði mig á hvað hún hafði verið að segja. Hefði það verið talin voðaleg frekja ef ég hefði beðið um að fá aðra ljósmóðir?


Sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn.

Þú nefnir ekki hvar þú fæddir barnið þitt en við leituðum samt eftir upplýsingum hjá Margréti Hallgrímsson, sviðstjóra á Kvennasviði LSH:

„Við erum e.t.v að stíga okkar fyrstu skref í meiri opnun landsins gagnvart erlendum heilbrigðisstarfsmönnum sem vissulega vilja koma hingað og vinna. Í sumar var t.d. ein erlend ljósmóðir að vinna á fæðingardeildinni og gekk starf hennar með miklum ágætum. Hún sinnti t.d. mjög mörgum erlendum skjólstæðingum sem einkum tala ensku en einnig sinnti hún íslenskum konum. Gerð sú krafa að erlendir starfsmenn sem eru í beinni þjónustu við sjúklinga skilji og geti talað íslensku, þess vegna er mjög mikilvægt að vita ef skjólstæðingar okkar fá ekki viðeigandi þjónustu vegna tungumálaörðugleika og ef ekki getað farið fram eðlileg tjáskipti. Samskipti ljósmóður og konunnar eru mjög mikilvæg í fæðingunni og því hefði  alls ekki verið óviðeigandi að spyrja eftir annarri ljósmóður.  Það gildir reyndar hvort sem um tungumálaörðugleika er að ræða eða ekki.

Þakka þér fyrir þessa góðu ábendingu en það er einmitt mikilvægt að fá svona upplýsingar til að við getum bætt þjónustu við fæðandi konur.“

Vona að þetta svari spurningunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. ágúst 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.