Spurt og svarað

14. apríl 2010

Járnbætt Stoðmjólk

Mig langar að spyrja varðandi Stoðmjólk sem mælst er til að fólk gefi börnum sínum frá 6 mánaða aldri.  Stoðmjólk er járnbætt.  Ég hef hinsvegar lært það að kalkrík fæða (t.d. mjólk og mjólkurvörur) hindri upptöku járns í líkamanum.  Hvernig getur þá járnbætt Stoðmjólk skilað járni til líkamans?  Ætti ég kannski að sjá til þess að barnið borði járnríka fæðu (grænt grænmeti, kjöt, linsubaunir) en drekki svo nýmjólk þess á milli (ekki of nálægt fæðuinntökunni)?

 


Komdu sæl.

Það er rétt að mjólk og mjólkurafurðir draga úr upptöku járns í líkamanum, og því er fullorðnum ráðlagt að drekka ekki mjólk með járntöflum  Hinsvegar er mikill hluti af fæðu ungbarna einmitt mjólk og þau nýta járnið í henni nægilega mikið.  Rannsókn sem gerð var á íslenskum börnum sýndi að járnbúskapur þeirra varð umtalsvert betri eftir að stoðmjólkin kom á markað.

Þú getur samt farið hina leiðina sem þú nefnir að leggja áherslu á járnríkt fæði og gefa þá ekki mjólk með. 

Vona að þetta svari spurningunni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
14. apríl 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.