Járnbætt Stoðmjólk

14.04.2010

Mig langar að spyrja varðandi Stoðmjólk sem mælst er til að fólk gefi börnum sínum frá 6 mánaða aldri.  Stoðmjólk er járnbætt.  Ég hef hinsvegar lært það að kalkrík fæða (t.d. mjólk og mjólkurvörur) hindri upptöku járns í líkamanum.  Hvernig getur þá járnbætt Stoðmjólk skilað járni til líkamans?  Ætti ég kannski að sjá til þess að barnið borði járnríka fæðu (grænt grænmeti, kjöt, linsubaunir) en drekki svo nýmjólk þess á milli (ekki of nálægt fæðuinntökunni)?

 


Komdu sæl.

Það er rétt að mjólk og mjólkurafurðir draga úr upptöku járns í líkamanum, og því er fullorðnum ráðlagt að drekka ekki mjólk með járntöflum  Hinsvegar er mikill hluti af fæðu ungbarna einmitt mjólk og þau nýta járnið í henni nægilega mikið.  Rannsókn sem gerð var á íslenskum börnum sýndi að járnbúskapur þeirra varð umtalsvert betri eftir að stoðmjólkin kom á markað.

Þú getur samt farið hina leiðina sem þú nefnir að leggja áherslu á járnríkt fæði og gefa þá ekki mjólk með. 

Vona að þetta svari spurningunni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
14. apríl 2010.