Jarðaber

29.07.2008

Sæl, ég á eina 15 mánaða gamla sem finnst afar gott að borða bláber og jarðaber í hófi en svo var sagt við mig að börn ættu ekki að borða mikið af jarðaberjum kallast 3-4 mikið? einstöku sinnum. Mér var sagt að einhver efni væri í þeim sem ekki væri gott fyrir börn!

 


Sæl

15 mánaða barn á að vera farið að borða allan mat þannig að jarðaber af og til ættu líka að vera í lagi.  Jarðaber eru reyndar mikill ofnæmisvaki þannig að ef ofnæmi er í fjölskyldunni ætti að fara varlega í þau en að öðru leiti veit ég ekki hvaða efni í þeim eru skaðleg.  Þetta er samt eins og með allt annað... gott í hófi

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. júlí 2008.